Djúpavogshreppur
A A

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs 2020

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs 2020
Cittaslow

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 31.03.2020 - 14:03

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs er sem hér segir:

25. apríl. Streitishorn. Ekið frá Geysi að Hlöðuvita og gengið þaðan.Við Streitishvarf eru einstakir berggangar meðfram ströndinni sem gaman er að skoða.

9. maí. Hrómundarey. Ekið frá Geysi út í Hrómundarey. Við tökum með okkur kaffibrúsa og nesti og horfum til lands úr Hrómundarey, auk þess sem við reynum að finna leifar dönsku skútunnar Helnes sem strandaði á sandinum árið 1881.

13. júní. Lón. Ekið frá Geysi og deginum eytt í Lóni.Náttúrufegurðin í Lóninu er einstök og við ætlum að njóta þess að skoða okkur um þar.

24. – 26. júlí. Kverkfjöll – Holuhraun. Jeppaferð á eigin bílum. Auðvelt er að komast í Kverkfjöll á jeppa eða jepplingi og engar stórar ár að fara yfir. Þarna mætast eldur og ís en svæðið er mikið jarðhitasvæði og þar eru há og tignarleg fjöll. Holuhraun er yngsta hraun landsins og í Kverkfjöllum er Sigurðarskáli.

22. ágúst. Markúsarsel, Ekið inn í Flugustaðadal. Náttúrufegurð dalanna í Djúpavogshreppi er einstök og þar er Flugustaðadalur engin undantekning.

12. september. Víðidalur – Veturhús. Gengið úr Fossárdal yfir í Hamarsdal. Skemmtileg leið undir skemmtilegri leiðsögn Óla Ragnars.