Ferð í berjamó

Ferð í berjamó
skrifaði 09.09.2011 - 08:09Nemendur Kríudeildar, fóru ásamt starfsfólki í berjamó, sl. miðvikudag. Lögðu þau land undir litla fætur og gengu yfir í Loftskjólin. Þar fundu þau krækiber og borðuðu á sig gat, eins og sjá má á myndunum hér. Þegar þau komu heim, með misfulla poka af berjum, lögðu þau í púkk og buðu nemendum Krummadeildar og öllu starfsfólkinu uppá berjaskyr. HDH