Djúpivogur
A A

Fashion with flavour

Fashion with flavour

Fashion with flavour

skrifaði 03.10.2012 - 14:10

12. og 13. október nk. stendur Ágústa Margrét Arnardóttir fyrir sýningunum "Fashion with Flavor" á Grand hótel Reykjavík og 17. nóvember á Hótel Höfn á Hornafirði.

Sýningarnar eru hugmynd Ágústu sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði og fylgihlutum úr íslensku fiskiroði, hreindýra- og lambaleðri, hornum, beinum og fleiru.

Grunnhugmynd viðburðanna er að sýna fullnýtingu íslenskra hraéfna á flottann hátt.

Fashion with Flavor - "tíska sem bragð er af" er eina sýningin í heiminum þar sem fyrirsætur bera fram mat klæddar fatnaði úr aukaafurðum matarins sem þær bera fram.

6 rétta matseðill, diskar og dress- ferðalag fyrir öll skilningarvitin.

1. Lax, lax, lax og aftur lax - Léttur og ferskur.
2. Seyðandi saltfiskur - Troll og töfrandi tónar færa okkur suður á bógin. Olé!
3. Lamb á teini, tja eða á beini - Kyndum í kolunum, Hinni býður í grillpartý.
4. Til hafs og heiða - Karfi, hlýri, blóðberg og blómkál. Landið og miðin mætast.
5. Gala og glamúr - Hreindýr og hross skapa galastemmningu með gráðosti, piparkökum, kartöflumús og kræsingum á diskum, og í dressum.
6. Eitthvað blátt, eitthvað nýtt, eitthvað gott, eitthvað hvítt - Eftirminnilegur eftirréttur sem færir þig nær altarinu.

Reykjavík Distellery býður upp á rabarbara- og berjafordrykki - Að sjálfögðu íslensk hráefni og íslensk framleiðsla.

Greta Salóme ásamt stórhljómsveit spilar fjölbreytta og flotta tónlist í takt við hvern munnbita.

Íslenskir matvælaframleiðendur útvega fersk hráefni sem matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson galdrar fram á ótrúlegan og ógleymanlegan hátt. Þess má til gamans geta að hann Hinrik er bróðir Geira, mannsins hennar Særúnar dóttir Steinunnar og Jóns í Bergholti.

Þáttakendur í Fashion with Flavor eru tæplega 30 og þar af eru fyrirsætur og fleiri frá Djúpavogi.

Miðaverð 9.900 krónur

Pantanir á netfangið veitingar@grand.is í gegnum símann 514 8000.
http://www.grand.is/Islenska/Fashion-with-Flavour/

Hér er glæsileg videokynning sem tekur bara 2 mínútur að horfa á og heillast: http://vimeo.com/50430614

Ágústa Margrét Arnardóttir