Djúpivogur
A A

Fashion with Flavor: Tísku- og matarupplifun

Fashion with Flavor: Tísku- og matarupplifun

Fashion with Flavor: Tísku- og matarupplifun

skrifaði 28.02.2011 - 17:02

Einstakur viðburður þar sem íslensk hráefni eru tvinnuð saman í hönnun, handverki, matarlist, tónlist og tísku frá Arfleifð, Sign og Amazing Creature.

Fosshótel Vatnajökull Hornafirði 5. mars kl 18:00-21:00

6 tískusýningar - 6 rétta matseðill

Fordrykkur
Lax:
Fylgihlutir og skart- Sashimi & tartar

ferskur og reyktur, soja sítrónudressing, mangó og dill

Þorskur:
Fylgihlutir og skart- Saltfisk brandade
hvítlauks aioli og blóðbergsfroða

Hlýri og Karfi:
Fatnaður,  fylgihlutir og skart- Grillaður hnakki og krókettur
með smjörsteiktum aspas,  vorlauk & sambuca humargljáa

Lamb:
Fatnaður, fylgihlutir og skart- Bláberjagrafinn hryggvöðvi
klettasalat, léttreyktur sauðaostur og feit gæsalifur.

Hreindýr:
Fatnaður, töskur og skart- Eldsteiktur innanlærisvöðvi
með stökku spínati, steinseljurót og kóngasveppum

Ís frá Brunnhól:
Galakjólar, töskur og skart- Djúpsteiktur baileys ís í sætu tempura
með blönduðum ávöxtum og myntusýrópi

Kaffi og te

Hugmyndin af Fashion with Flavor er komin frá Ágústu Margréti hönnuði og handverkskonu Arfleifðar á Djúpavogi um fullnýtingu á hráefnunum sem hún notar í fatnað og fylgihluti. Hún fékk bróðir sinn, Stefán Þór, kokk og hótelstjóra Fosshótels Vatnajökuls til liðs við sig og sér hann um að nýta hráefnin í glæsilegann matseðil. Inn í tískusýninguna tvinnast svo skartgripir frá Sign í Hafnarfirði. Vörur Sign eru innblásnar frá íslenskri náttúru og tengingin við menningu og sögu, líkt og í vörum Arfleifðar. Tónlistarmaðurinn Siggi Palli, sem kemur fram undir nafninu Amazing Creature, hefur sett saman tónlistardagskrá sem fellur fullkomlega að hverjum rétti og hverri sýningu. Því má segja að þetta sé margföld sýning og upplifun fyrri augu, eyru og bragðlaukanna.

Panta þarf miða á viðburðina.  Innifalið í miðaverði er fordrykkur, 6 rétta matseðill, tískusýning, tónlistarveisla og kynning á íslenskum hráefnum sem fullnýtt eru í mat og tísku.

Miðapantanir á viðburðinn á Hornafirði eru fyrir kl 14:00 fimmtudaginn 3.mars í síma 8581755. Tilboð á gistingu og viðburði en nóg verður um að vera á Hornafirði þessa helgi en þar fer fram hin árlega Blúshátið Hornafjarðar.

Möguleiki á sætaferðum frá Djúpavogi ef næg þáttaka fæst. Upplýsingar og skráning hjá Hauk í síma 8446831

Einnig verða sýningarnar á

Fosshótel Reykholti -12. mars                                                                       

Fosshótel Húsavík- 19. mars

Grand Hótel Reykjavík- 26. mars

Einstakt tækifæri til að sjá íslensk náttúru í sinni flottustu og fjölbreyttustu mynd

Arfleifð

 

 

BR