Djúpivogur
A A

Fárviðri í Djúpavogshreppi

Fárviðri í Djúpavogshreppi

Fárviðri í Djúpavogshreppi

skrifaði 17.09.2013 - 15:09

Fyrsta haustlægðin skall hér á aðfaranótt sunnudagsins 15. september og var hún með hraustlegra móti. Menn eru sammála um að fárviðrið sem hefur geysað hér síðan sé það versta í Djúpavogshreppi í fjöldamörg ár. Veðrið hefur þó verið með skárra móti í dag þó hviður hafi farið vel yfir 30 m/s á veðurstöðinni í Hamarsfirði. Hún sýndi 70,4 m/s að kvöldi sunnudagsins 15. sept. og í gær var jafn vindur þar um 35 m/s og hviður á milli 55-65 m/s. Þá var hins vegar mun verra veður hér úti á Djúpavogi heldur en á sunnudeginum. 

Björgunarsveitin Bára hefur sinnt fjölmörgum útköllum, bæði hér í bænum og við að aðstoða ferðamenn. Hér voru öll gistipláss pakkfull í gær af ferðamönnum sem hvorki komust lönd né strönd. Eins var töluvert af flutningabílstjórum, sem ekki komust á bílum sínum, fastir hér í tæpa tvo sólarhringa.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að 70,4 m/s sé hæsta vindhviða sem mælst hefur á láglendi svo snemma hausts. Landsmetið á láglendi er einnig í Hamarsfirði en það er 70,5 m/s svo ekki munaði miklu þar.

Hér er samantekt yfir umfjallanir í netheimum og í sjónvarpi. 

ruv.is - Bálhvasst á Djúpavogi og í Hamarsfirði
agl.is - Hræddir ferðamenn leita skjóls á Djúpavogi
Fréttir RÚV - Aftakaveður á Norður- og Austurlandi
mbl.is - Hviðurnar fóru upp í 70,4 metra á sekúndu

Þá er hér líka myndband frá Magnúsi Kristjánssyni.

Að lokum eru hér myndir sem undrritaður tók 15. og 17. september.

ÓB