Djúpivogur
A A

Fálkinn góði í sjónvarpsfréttum

Fálkinn góði í sjónvarpsfréttum

Fálkinn góði í sjónvarpsfréttum

skrifaði 19.03.2018 - 14:03

Hrakfarir fálka Ríkarðs Jónssonar, sem Djúpavogshreppur festi kaup á á dögunum, hafa nú ratað í sjónvarpsfréttir RÚV.

Eins og margir vita varð fálkinn fyrir lyftaragaffli á ferð sinni á Djúpavog, með þeim afleiðingum að vinstri vængur fuglsins brotnaði. En eins og fram kemur í fréttinni var það heimamaðurinn Þór Vigfússon sem lagaði skemmdina af sinni alkunnu snilld.

Sjá nánar um þetta í fréttinni sem sjá má með því að smella hér.

ÓB

 

 


Gauti Jóhannsson, sveitarstjóri og Þór Vigfússon fálkaviðgerðarmaður, með fálkann viðgerðan á milli sín