Djúpivogur
A A

Evróvision - Djúpavogsbúar spá í úrslitin

Evróvision - Djúpavogsbúar spá í úrslitin

Evróvision - Djúpavogsbúar spá í úrslitin

skrifaði 29.05.2010 - 17:05

Það hefur varla farið framhjá neinum að Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöða fer fram á laugardaginn. Hér á Djúpavogi fylgjast íbúar spenntir með og við báðum nokkra þeirra um að spá fyrir um það í hvaða sæti íslenska lagið lendir.

BR

 

 

 

 

 

 

Sveitarstjórinn er bjartsýnn á spáir okkur 4. sæti

Ólafur vill spá okkur 7. sætinu.

Hafliði H. Hafliðason framkvæmdarstjóri Þróunarfélags Austurlands spáir okkur 4. sæti en Andrés er ekki alveg jafn bjartsýnn og giskar á 8. sætið.

Guðjón þurfti að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að giska á 7. sætið

Hlíf ætlar að vera bjartsýn fyrir Íslands hönd og giskar á 3. sætið

Sigurður Ágúst ætlar okkur 16. sætið, en það sæti þekkja Íslendingar vel

Berglind spáir í 9. sætið

Kristrún er sammála sveitarstjóranum með 4. sætið

Á 16. sætið stefnir Stjáni. Kokhraustur.

Jónína segir að við lendum í neðsta sæti. Við vitum náttúrulega öll að það gerist ekki. Eða hvað?