Djúpavogshreppur
A A

Erla Dóra er nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

Erla Dóra er nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

Erla Dóra er nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

skrifaði 06.02.2015 - 10:02

Erla Dóra Vogler hóf störf í vikunni sem nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.

Erla kemur frá Egilsstöðum, en hefur einnig búið í Reykjavík og Vínarborg, þar sem hún var við nám. Hún er jarðfræðingur og söngvari að mennt.

Mörg verkefni bíða Erlu og hlakkar hún til að kynnast íbúum, fyrirtækjum, verkefnum, sögu, menningu og landslagi Djúpavogshrepps á komandi mánuðum.

Við bjóðum Erlu hjartanlega velkomna til starfa.

ÓB