Djúpavogshreppur
A A

"Enn gerum við gagn" lauk með þátttöku sprækra íbúa

Cittaslow

"Enn gerum við gagn" lauk með þátttöku sprækra íbúa

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 25.06.2019 - 11:06

Meðfylgjandi mynd tók Albert Ó Geirsson á Mjóafirði 23. júní, þegar áheitagöngunni „Enn gerum við gagn“ lauk með þátttöku u.þ.b. 60 sprækra íbúa Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps.

Í verkefninu voru gengnir yfir 360 km, göngumenn voru um 460 (sumir gengu oft), gengnir voru yfir 1.330 „mannkílómetrar“ og aðstoðarmenn voru tæplega 50 (sumir oft).

Endanlegar tölur munu koma fram í lokaskýrslu um verkefnið.

Nú þegar hefur safnast yfir 1 milljón króna.

Söfnunarfé mun renna til Krabbameinsfélags Austfjarða og verður heildarfjárhæð, þegar verkefnið verður gert upp, afhent formanni félagsins við opinbera athöfn.

Bent er á að söfnunarkassar liggja enn frammi á auglýstum stöðum í öllum byggðarlögunum. Auk þess hefur verið leitað eftir styrkjum frá fyrirtækjum á svæðinu.

Frekari upplýsingar gefur Hlíf í síma 845-1104.

F.h. hlutaðeigandi félaga eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi,

Hlíf B. Herbjörnsdóttir