Djúpivogur
A A

Emmsjé Gauti og Íris Birgis bætast við dagskrá Hammondhátíðar 2017

Emmsjé Gauti og Íris Birgis bætast við dagskrá Hammondhátíðar 2017

Emmsjé Gauti og Íris Birgis bætast við dagskrá Hammondhátíðar 2017

skrifaði 12.02.2017 - 21:02

Þá er dagskrá fyrsta í Hammond, fimmtudagsins 20. apríl klár. Eins og áður var auglýst mun Djúpavogsbúinn Íris Birgisdóttir stíga á stokk ásamt hljómsveit og það er enginn annar en Emmsjé Gauti sem mun sjá um að loka kvöldinu af sinni alkunnu snilld.

Íris Birgisdóttir mun útskrifast í vor úr Tónlistarskóla FÍH og mun mæta hingað með magnað band með sér, Einar Scheving á trommur, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallson á bassa og Karl Olgeirsson mun sjá um að þenja Hammondorgelið.

Emmsjé Gauti er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag. Gauti mætir að sjálfsögðu með stórskotalið á hátíðina en tveir þeirra eru gestum hátíðarinnar að góðu kunnir, bassaleikarinnar Vignir og trommarinn Keli úr Agent Fresco, sem spiluðu hér á síðustu hátíð. Fjórði meðlimurinn er Bjössi sem mun standa á bakvið DJ græjurnar.

Þetta er því óhætt að segja að þetta sé glæsileg viðbót við þá dagskrá Hammondhátíðar sem búið var að kynna, en eins og kunnugt er mun Dikta spila á föstudagskvöldinu og Mugison á laugardagskvöldinu. Enn á eftir að tilkynna hverjir koma fram á lokatónleikum hátíðarinnar á sunnudeginum.

Miðasala hefst 20. febrúar

Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.