Djúpivogur
A A

Eli Smith og Ingimar Sveinsson

Eli Smith og Ingimar Sveinsson

Eli Smith og Ingimar Sveinsson

skrifaði 25.11.2010 - 11:11

Með góðfúslegu leyfi viðkomandi er hér birt sérlega skemmtileg upptaka og myndir í tilefni heimsóknar listamannsins Eli Smith frá Þórshöfn í Færeyjum til Djúpavogs síðastliðinn þriðjudag.  Á videoupptöku má sjá listamanninn Eli og Ingimar Sveinsson flytja fallegan texta úr ljóðabók sem Eli færði okkur að tilefni heimsóknar sinnar, en í þessari bók eru m.a. tvö íslensk ljóð og hér má sjá þá félaga flytja annað þeirra, "Nú hnígur sól".
Þess má geta að Eli færði sveitarfélaginu sömuleiðis listaverk eftir sig frá Færeyjum og á móti færði sveitarfélagið honum viðeigandi gjöf á móti þ.e. tvær bækur eftir Ingimar Sveinsson sem þekktar eru.
En fyrst og síðast njótið þessa fallega söngs og einstöku upptöku sem hér má sjá meðfylgjandi ásamt ljósmyndum. 
Andrés Skúlason    

 

 

 


Eli Smith og Ingimar Svenisson Mynd tekin við gamla kirkjugarðinn að Hálsi i Hamarsfirði 


Sveitarstjórinn Gauti Jóhannson veitir viðtöku gjöf frá Eli Smith í ráðhúsinu Geysi


Ingimar Sveinsson afhendir Eli bækur eftir sig - 400 ár Við Voginn og Siglt og róið


Eli Smith og Andrés Skúlason oddviti