Djúpivogur
A A

Eigendur hunda og katta athugið

Eigendur hunda og katta athugið

Eigendur hunda og katta athugið

skrifaði 14.11.2016 - 11:11

Eigendum hunda og katta er skylt er að láta ormahreinsa dýr sín einu sinni á ári. Ormahreinsun hunda og katta á Djúpavogi haustið 2016 fer fram í áhaldahúsi Djúpavogshrepps miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00-14:00 og er hún innifalin í leyfisgjaldi skráðra dýra.

Eigendum óskráðra dýra er bent á að nota tækifærið og láta örmerkja þau og bólusetja og ganga síðan frá skráningu á þeim hjá Djúpavogshreppi. Örmerking og bólusetning er á kostnað eiganda.

Mjög mikilvægt er að allir mæti með dýr sín, einkum hundana, vegna frétta af útbreiðslu vöðvasulls, þar sem hundar eru hýslar.

Sveitarstjóri