Eggin í Gleðivík vekja verðskuldaða athygli

Eggin í Gleðivík vekja verðskuldaða athygli
skrifaði 03.09.2009 - 10:09Eins og flestir kannast við hefur fréttaflutningur almennt verið frekar neikvæður síðustu misserin og jákvæðar fréttir virðast oft týnast innan um fréttir af efnahagsmálum. Fréttin um "Eggin í Gleðivík" sem birtist í Morgunblaðinu þann 19.ágúst sl. vakti þó greinilega athygli og fjölmargir hafa haft samband við okkur og lýst yfir ánægju sinni með þetta glæsilega listaverk.
Þeir sem ekki sáu fréttina í Morgunblaðinu geta smellt hér
Einnig er gaman að segja frá því að við fengum fréttir af íslenskri fjölskyldu sem ferðaðist hringinn í kringum Ísland nú í sumar, en nokkur ár voru liðin frá síðustu hringferð og var Djúpavogi hrósað sérstaklega sem áfangastað ferðamanna. Það er því aldeilis nóg um jákvæðar fréttir frá Djúpavogi.
BR