Djúpivogur
A A

Eftir sumarfrí

Eftir sumarfrí

Eftir sumarfrí

skrifaði 29.08.2010 - 13:08

Nú eru tvær vikur liðnar síðan leikskólinn opnaði aftur eftir sumarfrí og allt að komast í sinn vanagang.  Grunnskólinn byrjaður og flest öll börnin komin úr sumarfríi.  Verið er að aðlaga inn ný börn á yngri deild leikskólans en það eru fimm börn að hefja sína leikskólagöngu þetta haustið auk þess sem tvö börn byrjuðu á eldri deildinni.  Leikskólinn er fullsetin með 36 börnum en á sama tíma í fyrra voru börnin 29 talsins.  Það hefur því aldeilis fjölgað í leikskólanum en húsnæði hans verður einmitt fimm ára nú í október og óraði engum fyrir því að þessi bygging yrði orðin fullsetin á svona skömmum tíma.   Í september verður nóg um að vera, við höldum áfram að aðlaga ný börn inn í leikskólann, förum í berjamó og leikum okkur. 


Verið í hlutverkaleik þar sem börnin klæða sig upp og leika sér


Þessir tveir eru að byrja í leikskólanum og voru í aðlögun


Í hlutverkaleik


Krakkarnir á Krummadeild í leik


Kríudeild fór í gönguferð upp á Bóndavörðu til að skoða nýja mastrið en þau fylgdust með uppsetningu þess frá leikskólalóðinni


Hvíld hjá börnunum á Krummadeild...hvað er nú fallegra en sofandi börn? 

Kíkið í myndasafn leikskólans en fleiri myndir úr starfi ágústmánaðar má finna í safninu 

ÞS