Djúpavogshreppur
A A

Efni í Bóndavörðuna og fundur vegna utandagskrár Hammondhátíðar

Efni í Bóndavörðuna og fundur vegna utandagskrár Hammondhátíðar

Efni í Bóndavörðuna og fundur vegna utandagskrár Hammondhátíðar

skrifaði 14.03.2016 - 08:03

Bóndavarðan

Senn líður að útgáfu næstu Bóndavörðu - sem kennd verður við Hammondhátíðina.

Hér með er óskað eftir efni til birtingar, bæði auglýsingum og greinum.

Allra síðasti dagur til að skila inn efni er miðvikudagurinn 16. mars, annað hvort í tölvupósti eða bréfleiðis í Geysi, Bakka 1.

 

Erla Dóra Vogler,

ritstjóri

 

Utandagskrá Hammondhátíðar - fundur kl. 17:00

Senn líður að elleftu Hammondhátíð Djúpavogs með sinni stórglæsilegu dagskrá.

Hér með er kallað til fundar til að skipuleggja utandagskrá Hammondhátíðar (off venue viðburði), þ.e. aðra viðburði en þá sem hátíðarskipuleggjendur standa fyrir. Hátíðin nær auðvitað yfir fjóra daga og það væri gaman að ná saman dagskrá yfir það sem er í gangi allan þann tíma, og lang best ef ekkert (eða sem fæst) stangast á.

Bóndavarðan mun koma út í byrjun apríl og þar verður utandagskrá hátíðarinnar birt. Stefnt er að því að efni fyrir Bóndavörðuna skilist inn fyrir 14. mars þannig að það liggur á að hefjast handa við skipulagningu.

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur væri skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. Uppi eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir um viðburði, s.s. gönguferðir, leiki í sundlauginni eða jafnvel einhvers konar tónleika, heimboð á sveitabæi, upplestra… Því fjölbreyttari dagskrá, því betra. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fundur til að skipuleggja utandagskrána, fara í hugmyndavinnu og önnur skemmtilegheit verður haldinn:

Í Geysi

Mánudaginn 14. mars

Kl. 17:00

Allir eru velkomnir á fundinn - ungir sem aldnir, fyrirtæki jafnt sem einstaklingar.

Ef einhver kemst ekki á fundinn, en vill taka þátt eða ef einhver er með frábærar hugmyndir sem sá hinn sami getur/vill ekki framkvæma sjálfur, en vill koma á framfæri, þá endilega hafið samband við Erlu Dóru Vogler (s. 470 8703, erla@djupivogur.is), ferða- og menningarmálafulltrúa.

ED