Djúpavogshreppur
A A

Efnafræðingar framtíðarinnar

Efnafræðingar framtíðarinnar

Efnafræðingar framtíðarinnar

skrifaði 20.01.2012 - 12:01

Nemendur í 8. - 10. bekk eru að ljúka efnafræðinámi við grunnskólann. Oft hafa verið gerðar tilraunir og sú síðasta fólst í því að skoða hvað gerist þegar hjartarsalt er hitað. Húsmæður vita vel að hjartarsalt er lyftiefni en efnafræðingarnir komust að því að þær lofttegundir (lyftitegundir) lykta ekki vel og fór lyktin misjafnlega í nemendur. Hjartarsaltið skoppaði á skeiðinni og lyktin gaus upp. Við nánari athugun fundu nemendur líka raka (vatn) í efninu.  Myndir eru hér

LDB