Djúpivogur
A A

Djúpivogur fær ljósnet á árinu 2013

Djúpivogur fær ljósnet á árinu 2013

Djúpivogur fær ljósnet á árinu 2013

skrifaði 29.01.2013 - 14:01

Samkvæmt þessari frétt þá er Djúpivogur einn 53 þéttbýlisstaða á landinu sem fá hið svokallaða ljósnet á árinu 2013.

Ljósnet er hraðasta internet-tenging sem völ er á hjá Símanum en skemmst er að minnast stækkunar símstöðvar hér á Djúpavogi sem átti sér stað um mitt ár 2012. Þá var eldri símstöð sem bauð upp á allt að 8 m/bs aflögð og ný símstöð sett upp sem færir okkur allt að 16 mb/s, auk Skjábíó og fjölmargra sjónvarpsstöða. Ljósnet býður upp á allt að 50 mb/s sem er rúmlega þreföldun á þeim hraða sem nú er í boði og rúmlega sexföldun þess hraða sem var í boði áður.

Það er því óhætt að segja að hlutirnir gerist hratt í þessum málum í orðsins fyllstu merkingu og að sjálfsögðu fögnum við þessum fyrirætlunum Símans.

Þess má geta að eins og staðan er í dag eru mánaðargjöld fyrir ljósnet almennt lægri en fyrir ADSL.

ÓB