Djúpivogur - Þokusælt himnaríki

Djúpivogur - Þokusælt himnaríki skrifaði - 29.08.2011
09:08
Fjallað er um Djúpavog í nýjasta hefti Reykjavík Grapevine. Tímaritið er ætlað erlendum ferðamönnum og er því á ensku. Fyrirsögn greinarinnar er "A foggy heaven", eða "Þokusælt himnaríki", en blaðamaður fékk að kynnast þokunni okkar dásamlegu heldur hressilega. Hún stóð þó ekki í vegi fyrir flottri umfjöllun, en óhætt er að segja að blaðamaðurinn hafi verið ánægður með dvölina.
Hægt er að skoða vefútgáfu af greininni með því að smella hér.
ÓB