Djúpivogur
A A

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

Djúpavogsskóli auglýsir stöður við tónskóla og tónmenntakennslu

skrifaði 18.11.2016 - 13:11

Áralöng hefð er fyrir metnaðarfullri tónlistarkennslu við Tónskóla Djúpavogs.  Sl. hafa hefur hærra hlutfall nemenda útskrifast með grunnpróf úr skólanum, en á landsvísu.  Einn nemandi útskrifaðist með miðpróf sl. vor.  Tónlistarlíf á Djúpavogi er frábært.  Í grunnskólanum hafa tónlistarkennarar tónskólans komið að kennslu við samsöng tvisvar í viku og séð um tónmenntarkennslu í yngri bekkjum.  Grunn- og tónskólinn hafa sameinast um stóra árshátíð ár hvert þar sem söngur og tónlist hafa spilað stórt hlutverk.  Tónskólinn hefur staðið fyrir jóla- og vortónleikum, séð um undirspil á litlu jólunum og við ýmis tækifæri.  Stærsta verkefni tónskólans sl. ár hefur verið Músik Festival eldri nemenda sem hefur verið í einu orði sagt frábær skemmtun.

Nú vantar okkur deildarstjóra og kennara við tónskólann.  Deildarstjórastaðan er 100% starf.  Þá vantar kennara í 50% starf við tónskólann og eftir áramót vantar tónmenntakennara við grunnskólann til að sjá um samsönginn og tónmenntakennsluna, sem gerir ca. 20% starf. 

Þá vil ég einnig vekja athygli á því að það vantar organista við Djúpavogskirkju (sjá auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagins).

Saman gætu þetta verið um tvö stöðugildi, fullkomin störf fyrir par sem hefði áhuga á að vinna í litlum, dásamlegum skóla í yndislegu litlu þorpi þar sem nóg er að gera og verkefnin óþrjótandi.  Mannlífið er mjög fjölbreytt, náttúran stórkostleg og þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt eða láta gamla drauma rætast.

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.

Laun eru skv. kjarasamningum.  Umsjóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans.

Skólastjóri