Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogsskóli auglýsir

Djúpavogsskóli auglýsir

Djúpavogsskóli auglýsir

Ólafur Björnsson skrifaði 31.03.2020 - 12:03

Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu.

Við leitum að kennurum sem hafa farsæla kennslureynslu, eru tilbúnir að taka þátt í þróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans.

Fyrir skólaárið 2020-2021 eru auglýst eftirtalin kennslustörf við skólann:

 • Umsjónarkennara í 3. og 4. bekk.
 • Umsjónarkennara í 5. og 6. bekk.
 • Umsjónarkennara í 8. og 9. bekk sem jafnframt getur kennt stærðfræði og/eða íslensku og erlend tungumál á unglingastigi.
 • Umsjónarkennara í 10. bekk sem jafnframt getur kennt stærðfræði og/eða íslensku og erlend tungumál á unglingastigi.
 • Kennara í teymi á yngsta stig.
 • Kennara í teymi á miðstig.
 • Kennara í teymi á unglingastig.
 • Samfélagsfræðikennara á mið og unglingastig.
 • Náttúrufræðikennara á mið og unglingastig.
 • Íþrótta- og sundkennara fyrir öll stig.
 • Heimilisfræðikennara fyrir öll stig.
 • Listgreinakennara fyrir öll aldursstig.
 • Sérkennara í fullt starf, sem mun starfa með stoðteymi skólans.
 • Kennara sem kennir pólsku sem móðurmál.
 • Þroskaþjálfa, sem mun starfa með stoðteymi skólans.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Umsækjendur í kennarastörf þurfa að hafa kennsluréttindi. Umsækjendur í starf þroskaþjálfa þurfa að hafa lokið þroskaþjálfanámi. Allir umsækjendur þurfa aðbúa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á íslenskri tungu, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og geta nýtt sér upplýsingatækni í kennslu.

Flest störfin eru hlutastörf en til greina kemur að blanda störfum allt eftir hæfni og reynslu umsækjenda.

Einnig leitum við að stuðningsfulltrúum sem hafa farsæla reynslu af störfum innan skóla, eru tilbúnir að taka þátt í þróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans.

Stuðningsfulltrúa vantar í eftirtalin störf:

 • Stuðningur á yngsta stigi.
 • Stuðningur á miðstigi.
 • Stuðningur á unglingastigi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Kostur er að hafa menntun sem nýtist í starfi. Umsækjendur þurfa að búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á íslenskri tungu, vera sjálfstæðir í vinnubrögðum og vera tilbúnir til að vera virkir þátttakendur í þeim teymum sem þeir vinna með.

Allar umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is

Skólastjóri, Signý Óskarsdóttir, veitir nánari upplýsingar sé þess óskað.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 25. apríl 2020.