Djúpavogshreppur auglýsir

Djúpavogshreppur auglýsir
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 25.06.2019 - 11:06Auglýst er eftir starfsmanni vegna sýningarinnar Rúllandi snjóbolti /12, Djúpivogur sem stendur frá 14. júlí til 18. ágúst. Starfið felst í yfirsetu og viðveru á opnunartíma kl. 10:30-16:30, sölu á sýningarskrá, móttöku gesta og almennri umsjón með sýningarverkum.
Nánari upplýsingar veitir atvinnu- og menningarmálafulltrúi og sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Umsóknir skulu berast á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is fyrir 5.júlí 2019.