Djúpavogshreppur auglýsir

Djúpavogshreppur auglýsir eftir umsóknum um stöðu framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins Neista og íþróttaþjálfara.
Ekki er um full störf að ræða en ýmsir möguleikar eru í boði t.d. í samstarfi við Djúpavogsskóla í stöðu íþróttakennara og starfshlutfall sveigjanlegt. Umsóknum ber að skila til sveitarstjóra eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 17. maí nk.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.is
Djúpavogsskóli auglýsir
Fyrir skólaárið 2019-2020 vantar menntaða kennara í eftirfarandi stöður: Umsjónarkennara 6. bekkjar, umsjónarkennara 7. og 8. bekkjar (samkennsla) og umsjónarkennara 9. og 10. bekkjar (samkennsla). Þá vantar okkur íþróttakennara til að kenna íþróttir og sund á öllum aldursstigum, u.þ.b. 75% starf.
Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 17. maí 2019.
Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, veitir nánari upplýsingar sé þess óskað.