Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogshreppur kaupir fálka Ríkarðs Jónssonar

Djúpavogshreppur kaupir fálka Ríkarðs Jónssonar

Djúpavogshreppur kaupir fálka Ríkarðs Jónssonar

skrifaði 08.02.2018 - 14:02

ndanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað um um sölu á útskornum fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði hjá Chiswick-uppboðshúsinu í London 6. febrúar sl.

Það er með mikilli ánægju sem það upplýsist hér að kaupandinn er Djúpavogshreppur f.h. Ríkarðshúss en fálkanum er ætlaður staður þar þegar fram líða stundir.

Milligöngu um kaupin fyrir hönd sveitarfélagsins höfðu Elísabet Guðmundsdóttir í Bakkabúð og þau Felicity og Michael Bullock sem eru okkur hér á Djúpavogi að góðu kunn en þau dvelja töluvert á Djúpavogi og á Hvalnesi í Lóni sem þau keyptu fyrir nokkrum árum.

Gert er ráð fyrir að fálkinn verði fluttur heim fljótlega og mun hann verða til sýnis ásamt öðrum gripum í Ríkarðssafni í Löngubúð í sumar og vonandi áður en langt um líður í nýju Ríkarðshúsi.

Er þeim Elísabet, Felicity og Michael hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra þátt í þessu ævintýri.

Sveitarstjóri

 
Mynd: Felicity Bullock


Mynd: Felicity Bullock

Mynd: Felicity Bullock