Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

Djúpavogshreppur gerist aðili að Cittaslow

skrifaði 02.05.2013 - 16:05

Nýlega gerðist Djúpavogshreppur aðili að Cittaslow (Tsjittasló) hreyfingunni.  Sveitarstjóri undirritaði staðfestingu þess efnis á fundi í Kristinestad  í Finnlandi 12. apríl sl.  Undirbúningur vegna umsóknar um aðild  hefur staðið um nokkurt skeið undir forystu Páls J. Líndal og hefur notið styrks frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Djúpavogshreppur er fyrsta og eina sveitarfélagið á Íslandi sem hlotið hefur inngöngu í hreyfinguna.  Markmið Cittaslow sveitarfélaga er að auka lífsgæði íbúa, leggja áherslu á sérstöðu þeirra, efla staðbundna framleiðslu og menningu og veita hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám.  Fyrirhugað er að kynna Cittaslow frekar á opnum fundi nú með vorinu og í haust verða svokallaðir „Íslenskir dagar – Cittaslow“ haldnir í sveitarfélaginu í samvinnu íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs.

Á myndinni hér að neðan má sjá sveitarstjóra veita formlegri staðfestingu á þátttöku í Cittaslow viðtöku úr höndum Pier Giorgio Oliveti framkvæmdastjóra samtakanna.

Með því að smella hér er hægt að lesa meira um Cittaslow.

GJ