Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019
Cittaslow

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 27.11.2019 - 09:11

Laugardaginn 23. nóvember fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2019 á Hótel Framtíð. Fjögur lið höfðu tryggt sér þátttöku í úrslitunum, Djúpavogshreppur, Leikskólinn Bjarkatún, Baggi ehf. og Skákfélag Djúpavogs. Í fyrstu viðureign kvöldsins hafði Djúpavogshreppur tæpan sigur gegn leikskólanum og annarri viðureigninni fór Baggi ehf. nokkuð létt með Skákfélagið.

Djúpavogshreppur mætti síðan Bagga í úrslitum og þar höfðu þau fyrrnefndu yfirburði á flestum sviðum og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Verðlaunin voru að sjálfsögðu hinn eftirsótti farandbikar auk fjölmargra vara sem unnar eru hér í Djúpavogshreppi.

Það var gaman að sjá hve vel var mætt og má segja að húsfyllir hafi verið og stemmningin eftir því.

Við óskum Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Myndir frá kvöldinu má sjá með því að smella hér.