Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogshreppur eignast þingmann

Djúpavogshreppur eignast þingmann

Djúpavogshreppur eignast þingmann

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 20.11.2018 - 09:11

Berglind Häsler tók í gær sæti á Alþingi í fyrsta sinn, sem varamaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Það er ekki ónýtt fyrir sveitarfélagið að eiga nú um stundarsakir fulltrúa á þingi, þótt tímabundið sé. Berglind hefur setið í sveitarstjórn frá því í vor en hefur fengið leyfi frá og með 1. desember. Frá Djúpavogshreppi fær hún bestu kveðjur og óskir um gott gengi.