Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur augýsir: Störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Djúpavogshreppur augýsir: Störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Djúpavogshreppur augýsir: Störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Ólafur Björnsson skrifaði 09.03.2020 - 13:03

Djúpavogshreppur auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Laust er til umsóknar starfs forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs

Um er að ræða fjölbreytt starf í íþróttamiðstöð þar sem er líf og fjör allan daginn. Forstöðumaður er ábyrgur fyrir daglegum rekstri íþróttamiðstöðvarinnar ásamt starfsmannahaldi. Hann hefur umsjón með viðhaldi mannvirkja, tækja og búnaðar, gerð fjárhagsáætlana og annast undirbúning að gerð verk- og framkvæmdaáætlana, ásamt tilheyrandi kostnaðaráætlunum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Forstöðumaður skipuleggur störf starfsmanna og sér um ráðningar, annast gerð vinnuskýrslna og skipuleggur vaktir að teknu tilliti til þarfa skóla, íþróttafélaga, annarra samtaka og almennings. Forstöðumaður skal hafa réttindi í björgun og skyndihjálp og taka sundpróf starfsmanna sundlauga.

Laust er til umsóknar fast stöðugildi við Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Starfið felst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Starfshlutfall er breytilegt milli sumars og veturs. Upplýsingar um starfshlutfall og kjör er hægt að fá hjá launafulltrúa. Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.


Gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn hefji störf eigi síðar en 1. maí.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 1. apríl.

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og sveitarstjóri. Umsóknir skal senda á: sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri