Djúpavogshreppur auglýsir: Sumarvinna 2012

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2012:
1. UNGLINGAR
Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2012 sem hér greinir:
8. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
9. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
10. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.: 8 klst. á dag.
Umsóknarfrestur til 25. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)
Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.
2. STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI
Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).
Umsóknarfrestur til 25. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.
Sveitarstjóri