Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir: Starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar

Djúpavogshreppur auglýsir: Starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar

Djúpavogshreppur auglýsir: Starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar

skrifaði 27.08.2014 - 10:08

Djúpavogshreppur auglýsir starf ferða- og menningarmálafulltrúa laust til umsóknar.

Starfssvið:
Að veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi ferða- og menningarmál í sveitarfélaginu.
Að stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir.

Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla.
Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð auk góðrar íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.

Launakjör:
Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að nýr ferða- og menningarmálafulltrúi taki til starfa 1. október.
Umsóknarfrestur er til 15. september.

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri 478-8288 / sveitarstjori@djupivogur.is