Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015

1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.
Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.
Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.
Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is
Nánari upplýsingar í síma 478-8228.
Erla Dóra Vogler
Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps
2. UNGLINGAR
Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:
8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 4 klst. á dag.
10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.: 8 klst. á dag.
Umsóknarfrestur til 23. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.
Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.
3. STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum.
Umsóknarfrestur til 23. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.