Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir sumarvinnu

Djúpavogshreppur auglýsir sumarvinnu

Djúpavogshreppur auglýsir sumarvinnu

skrifaði 19.05.2011 - 13:05

1.    Unglingar

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2010 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 6. júní til og með 30. júlí:  4 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.
9. bekkur: Frá 6. júní til og með 30. júlí:  4 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.
10. bekkur: Frá 6. júní til og með 13. ág.:  8 klst. á dag.    Laun skv. kjs. AFLs.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst síðar.

2.    Flokksstjórar             

Auglýst er eftir tveimur flokksstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  o.m.fl.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

3.   Almennir starfsmenn

Auglýst er eftir tveimur starsmönnum þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  girðingavinnu og önnur tilfallandi störf.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar er að nálgast umsóknareyðublöð en einnig hér á heimasíðunni.

Æskilegt er að umsækjendur fyrir lið 2. og 3. geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sveitarstjóri