Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir sumarstörf

Djúpavogshreppur auglýsir sumarstörf

Djúpavogshreppur auglýsir sumarstörf

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 21.03.2019 - 11:03

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra umhverfismála í Djúpavogshreppi. Um er að ræða 100% starf frá maí - ágúst. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.

Starfið felst í meginatriðum um umsjón með grænum og opnum svæðum í samráði við forstöðumann Þjónustmiðstöðar Djúpavogshrepps. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.

Laust er til umsóknar starf starfsmanns upplýsingamiðstöðvar og Ríkarðssafns. Um er að ræða 100% starf frá júní – ágúst. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.

Hæfniskröfur:

Enskukunnátta

Önnur tungumál eru kostur

Góð þekking á svæðinu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir 2-3 flokkstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu, o.fl. Umsækjendjur þurfa að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur er til 20.apríl. starfstímabil júní-ágúst.

Allar umsóknir má senda til sveitarstjori@djupivogur.is