Djúpavogshreppur auglýsir starf menningar- og atvinnumálafulltrúa

Djúpavogshreppur óskar eftir að ráða menningar- og atvinnumálafulltrúa í 100% starf frá og með 1. nóvember nk.
Starfssvið:
Að vakta og greina stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu. Aðstoða aðila í atvinnurekstri, nýsköpunarverkefnum og frumkvöðlastarfsemi með það fyrir augum að stuðla að fjölbreyttri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.
Veita einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð og ráðgjöf við umsóknir og skýrslugerð varðandi atvinnuskapandi verkefni.
Vinna kynningarefni fyrir sveitarfélagið með markaðsetningu þess í huga.
Að vinna að eflingu menningarmála í sveitarfélaginu í samvinnu við einkaaðila og félagasamtök ásamt því að vinna að þeim menningarviðburðum sem sveitarfélagið hefur forgöngu um í samstarfi við menningarmálanefnd.
Að hafa yfirumsjón með safnamálum í sveitarfélaginu og vera til aðstoðar og ráðgjafar er varðar gerð umsókna er heyra undir menningarmál.
Menntunar - og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.
Launakjör:
Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri 470-8700 / sveitarstjori@djupivogur.is