Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsfólki í liðveislu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsfólki í liðveislu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsfólki í liðveislu

skrifaði 22.10.2015 - 11:10

Djúpavogshreppur auglýsir eftir fólki til að vera liðveitendur fyrir börn og/eða unglinga.

Liðveislan felst í því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu. Vinnutími getur verið breytilegur.

Hæfniskröfur:
• Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Stundvísi og áreiðanleiki

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Upplýsingar gefur Þorbjörg í síma 470 0705, thorbjorgg@egilsstadir.is.
Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Djúpavogshrepps, 478-8288.

Sveitarstjóri