Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum

Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum
skrifaði 05.04.2017 - 15:04Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2017.
Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi:
Aksturstaxti 117.- kr./km.
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 1.500.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa.
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.
Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn líkt og undanfarin ár.
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is
Sveitarstjóri