Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu

skrifaði 02.12.2015 - 16:12

Djúpavogshreppur auglýsir bifreið til sölu. Um er að ræða Toyota Hilux, þá hina sömu og sést á meðfylgjandi mynd.

Bifreiðin er tæplega seld til annars en niðurrifs enda gírkassi og millikassi ónýtir ásamt kúplingspressu.

Vél er léleg og útlit dapurlegt, hvort heldur er að innan eða utan.

Bifreiðin verður seld hæstbjóðanda en tilboðum skal skila á skrifstofu hreppsins eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 7. desember.

Sveitarstjóri

p.s. fylgihlutir sem sjást á mynd fylgja ekki, hvorki þeir sem sjást að utan né þessir að innan.
p.p.s. ástand bifreiðarinnar er mun, mun verra en myndin sýnir.
p.p.p.s. engir jólasveinar slösuðust við töku meðfylgjandi myndar, ekki heldur neinir Skúlar.