Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur auglýsir: Hreinsunarvika 2013

Djúpavogshreppur auglýsir: Hreinsunarvika 2013

Djúpavogshreppur auglýsir: Hreinsunarvika 2013

skrifaði 23.05.2013 - 17:05

Almenn hreinsunarvika á Djúpavogi hefst mánudaginn 3. júní 2013. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur og koma hefðbundnum garða- og lóðaúrgangi að vegkanti, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.

Fyrsta ferð hreinsunartækis verður mánudaginn 3. júní, önnur ferð miðvikudaginn 5. júní og sú síðasta föstudaginn 7. júní.

Af þessu tilefni eru börn í 4. – 7. bekk sem ætla að taka þátt í hreinsunarátakinu beðin að mæta við áhaldahúsið mánudaginn 3. júní kl. 08:00, klædd eftir veðri og fyrirliggjandi verkefnum. Vinnutími verður frá 08:00 – 12:00.

Djúpavogi, 23. maí 2013;   

Sveitarstjóri