Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppur - framtíðarsýn!

 Djúpavogshreppur - framtíðarsýn!

Djúpavogshreppur - framtíðarsýn!

skrifaði 22.02.2017 - 08:02

Hvert viljum við stefna og hvernig komumst við þangað ?

Íbúafundur um skipulagsmál - fimmtudaginn 23.02. kl. 18.00 í Löngubúð

- Breyttar áherslur í atvinnumálum - hvernig er hægt að tryggja árangursríka framvindu í skipulagi m.a. í tengslum við ört vaxandi uppbyggingu í ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi ?
- Miðbæjarsvæðið á Djúpavogi - hvernig er hægt að skapa gott umhverfi og upplifun fyrir íbúa ?

Dagskrá:
- Drífum í ´essu !! Af hverju taka skipulagsmál svona mikinn tíma ?
- Íbúar í forgrunni - miðbæjarskipulagið á Djúpavogi - staða mála, verndarsvæði í byggð, aðkomuleiðir, göngugata á Bakka, göngustígar, Djúpivogur 3D og sitthvað fleira.
- Kynning á aðalskipulagsbreytingu í landi Bragðavalla

Allir þeir sem hafa áhuga á framtíð og sérstöðu Djúpavogshrepps, ekki síst þeir sem vinna að og hafa áform um uppbyggingu innan marka sveitarfélagsins, eru eindregið hvattir til að mæta.

FRAMTÍÐIN ER NÚNA !

Íbúar á öllum aldri velkomnir
Sveitarstjórn / skipulagsnefnd Djúpavogshrepps