Djúpivogur
A A

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur
Cittaslow

Djúpavogshreppi færður framhlaðningur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 18.06.2018 - 08:06

Eysteinn Ingólfsson birtist á dögunum færandi hendi. Hann afhenti Djúpavogshreppi forláta byssu sem var í eigu föður hans, Ingólfs Árnasonar, ásamt gömlum ársskýrslum Kaupfélags Berufjarðar og fleiru.

Eysteinn telur líklegt að byssan hafi ratað í hendur föður síns á árabilinu 1920-1930. Faðir hans, Ingólfur Árnason, flutti í Flugustaði ásamt móður Eysteins, Stefaníu Stefánsdóttur árið 1928. Eysteinn telur einnig mögulegt að faðir hans hafi fengið byssuna fyrr og þá notað til rjúpnaveiða á Tungunni. Hún var keypt frá Djúpavogi en ekki er vitað af hverjum. Byssan er framhlaðningur, sem þýðir að hún er hlaðin framan frá. Hafði hún legið lengi uppi á lofti í bænum og einn daginn var tekið til og Árni bróðir Eysteins fann byssuna, pússaði hana upp og lagði áherslu á að hún færi aftur á Djúpavog. Nú er framhlaðningurinn komin aftur í hreppinn.Ingólfur faðir Eysteins hélt utan um ársskýrslur Kaupfélags Berufjarðar frá stofnun þess árið 1920. En Eysteinn hefur varðveitt skýrslurnar og nú fært Djúpavogshreppi þessar minjar.

Djúpavogshreppur þakkar fyrir þessar verðmætu gjafir.