Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogsdeildin 2020 - fyrsta umferð

Djúpavogsdeildin 2020 - fyrsta umferð
Cittaslow

Djúpavogsdeildin 2020 - fyrsta umferð

Ólafur Björnsson skrifaði 08.06.2020 - 17:06

Fyrsta umferð Djúpavogsdeildarinnar var spiluð að lokinni sjómannadagsdagskrá, sunnudaginn 7. júní.

Spiluð var heil umferð, eða þrír leikir.

Í fyrsta leik léku stúlkurnar í Vigdísi Finnboga gegn Búlandstindi þar sem Búlandstindur hafði nokkuð öruggan sigur.

Í leik númer tvö stóð Hótel Framtíð framan af nokkuð í ríkjandi meisturum í Hnaukabúinu sem þó höfðu að lokum öruggan sigur.

Í síðasta leik dagsins rétt marði ungviðið í Samsteypufélaginu sigur gegn Vetrarbruna, 11-1.

Myndir frá fyrstu umferðinni má sjá með því að smella hér.