Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogsdeildin - Félagsskiptaglugginn opnar

Djúpavogsdeildin - Félagsskiptaglugginn opnar
Cittaslow

Djúpavogsdeildin - Félagsskiptaglugginn opnar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 21.06.2019 - 16:06

Næsti leikur Djúpavogsdeildarinnar fer fram í kvöld kl. 21 á Neistavelli. Eftir leikinn opnar félagsskiptagluggi Djúpavogsdeildarinnar.

Félagsskiptagluggi Djúpavogsdeildarinnar opnar að miðnætti 22. júní og lokar að hádegi 2.júlí 2019. Lið mega bæta leikmönnum á listann sinn án neinnar pappírsvinnu ef leikmaðurinn er ekki skráður í Djúpavogsdeildina nú þegar. Hinsvegar ef leikmaður sem skal færast milli liða er nú þegar skráður í annað lið má kaupa hann og fer féð óskipt til Ungmennafélags Neista í uppbyggingu svæðisins. En öll samskipti leikmannakaupa og samningaviðræður verða að fara í gegnum leikmanninn sjálfan. Undirskriftir félagsskipta fara fram í hádegi 3.júlí í Við Voginn. Lágmarksgjald á kaupum leikmanna eru 3000kr og verða kaupin að vera í íslenskum krónum, ath engin takmörk eru fyrir hve há upphæðin getur orðið. Greiðslur leikmannakaupanna fara einnig fram við undirskrift félagsskipta.