Djúpavogshreppur
A A

Djúpavogs Búinn

Djúpavogs Búinn

Djúpavogs Búinn

skrifaði 10.09.2010 - 16:09

Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Íþróttasalur, sundlaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði. Hægt er að panta íþróttasalinn, fyrir aðrar íþróttaiðkanir en þær sem eru á dagskránni, hjá starfsmanni íþróttamiðstöðvar.

Íþróttamiðstöðin kynnir Djúpavogs Búann 2010

Ert þú Búinn á því líkamlega ! Vilt þú vera Búinn að koma þér í form fyrir jól !

Búinn 2010 er einstaklingsmiðað heilsuátak fyrir karla og konur á öllum aldri, byrjendur og lengra komna, sem stendur í 3 mánuði.

Búinn verður formlega settur af stað og kynntur vel kl. 17:30 nk. mánudag 13. sept í íþróttamiðstöðinni. en skráning fer fram í íþróttamiðstöðinni alla vikuna 13.-17. september og þá hefjast skipulagðir tímar.

Búinn er algjörlega einstaklingsmiðað út frá hverjum og einum, öll hreyfing telur, hvort sem mætt er í skipulagða tíma, sund, þreksal, göngur, hlaup, hjól eða annað.

Íþróttafræðingurinn Dagný Erla Ómarsdóttir ætlar að heimsækja okkur reglulega á meðan á átakinu stendur og mun bjóða upp á vigtun, mælingar og æfingaáætlanir og fleira.

Allir Búar eiga svo kost á að verða útnefndir: Duglegasti Búinn, Jákvæðasti Búinn, Fyndnasti Búinn, Léttasti Búinn, Þreknasti Búinn, Sterkasti Búinn, Skornasti Búinn, Fljótasti Búinn, Kongó Búinn og svo fá Djúpavogs Búarnir 2010 glæsileg verðlaun fyrir besta samanlagða árangurinn í karla, kvenna og para flokki.                                                                                                                                                                      
Ekki vera leiður og lúinn.......vertu Djúpavogs Búinn :D  

Kynnið ykkur átakið á www.djupivogur.is og í íþróttamiðstöð