Djúpavogshreppur
A A

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

skrifaði 07.02.2012 - 15:02

Eins og fram kom á heimasíðunni fyrir nokkru var Dagur leikskólans í gær.  Af því tilefni fór starfsfólk leikskólans með sýnishorn af listaverkum nemenda upp í íþróttamiðstöð þar sem þau munu fá að hanga í nokkrar vikur.  Hvetjum við alla til að fara og skoða þessi fallegu verk.

Af sama tilefni afhenti Þórdís Sigurðardóttir, Andrési, oddvita, plakat, sem félag leikskólakennara lét útbúa í tilefni dagsins en árið 1950 bundust leikskólakennarar í samtök og er því félag leikskólakennara nú 62 ára.  Á Djúpavogi eru aðeins tveir starfsmenn Djúpavogshrepps sem eru í félagi leikskólakennara, en það eru þær Guðrún og Þórdís.  Nokkrar myndir af sýningunni eru hér.  HDH