Djúpavogshreppur
A A

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

skrifaði 04.02.2012 - 14:02

Dagur leikskólans er á mánudaginn, þann 6. febrúar. Af því tilefni munu leikskólabörnin fara með sýnishorn af listaverkum sem þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur í íþróttamiðstöðina.  Þar verða verkin til sýnis í einhverjar vikur.  Við hvetjum alla til að gera sér ferð í íþróttahúsið til að skoða þessi fallegu verk.
Tilgangurinn með Degi leikskólans er að vekja athygli á því fjölbreytta og mikilvæga starfi sem fram fer í leikskólum landsins.  HDH