Djúpavogshreppur
A A

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

skrifaði 04.02.2010 - 15:02

Dagur leikskólans er þann 6. febrúar nk. en haldið verður upp á hann í leikskólanum um land allt 5. febrúar.  Við í Bjarkatúni verðum með ljósmynda og listaverka sýningu í Samkaup/strax á morgun og á laugardaginn í tilefni þessa.  Félag íslenskra leikskólakennara stendur fyrir degi leikskólans en félagið er 60 ára um þessar mundir.  Tilgangur dagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fer inn á leikskólum landsins.  Við hvetjum ykkur til þess að staldra við og skoða myndirnar okkar og fá innsýn inn í starfið sem fer fram í Bjarkatúni. 

ÞS