Djúpivogur
A A

Dagur Jarðar

Dagur Jarðar

Dagur Jarðar

skrifaði 21.04.2015 - 10:04

Haldið er upp á alþjóðlegan Dag Jarðar miðvikudaginn 22. apríl.

Djúpavogshreppur hvetur íbúa og fyrirtæki til að taka til hjá sér og í sínu næsta nágrenni: snyrta, týna rusl og fegra umhverfið. Hér er tækifæri til að taka virkan þátt í að bæta umhverfi okkar. 

Best er að hafa með sér nokkra minni poka til að flokka sorpið, enda góð aðstaða til að flokka við safnstöð Djúpavogs. Hægt er að sækja allar upplýsingar um endurvinnslu og flokkun í sveitarfélaginu hér

Ef um stærri hluti er að ræða er hægt að hafa samband við áhaldahúsið um að láta sækja eða fjarlægja úrgang sem einstaklingar ráða ekki við. 

Fyrsti Jarðardagurinn var haldinn árið 1970 og frá þeim tíma hafa stór skref verið stigin til að stemma stigu við umhverfisspjöllum.

Í tilefni af deginum verður gert átak um allt Ísland í ruslatýnslu, sjá fésbókarsíðu átaksins Einn svartur ruslapoki.

Þetta er góð byrjun á vorinu og gagnlegur göngutúr fyrir alla auk þess sem Hammondhátíð fer brátt í hönd og þá væri gaman að færa sveitarfélagið í sem fallegastan búning.

Endilega sendið ljósmynd af ruslatínslu á erla@djupivogur.

 

Upplýsingar um Dag Jarðar má finna hér.

 

ED