Dagskráin fram að jólum og milli jóla og nýárs

Dagskráin fram að jólum og milli jóla og nýárs
skrifaði 22.12.2015 - 09:1222. desember
Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350,-
23. desember
Skötuveisla í Tryggvabúð: Eldri borgarar bjóða upp á skötuveislu í Tryggvabúð á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 12:00. Saltfiskur verður einnig í boði. Kaffi og konfekt í eftirrétt. Okkur þætti voða vænt um að þeir sem hafa hug á að koma, skrái sig mánudaginn 21. desember frá kl. 09:00 - 17:00 í síma 478-8275 eða í gegnum netfangið tryggvabud@djupivogur.is. Verð á mann er kr. 1.500, 750 kr. fyrir 12 ára og yngri. Allir hjartanlega velkomnir. Eldri borgarar í Djúpvogshreppi.
Þorláksmessa í Löngubúð: Langabúð verður opin í kvöld frá kl. 21. Íris Antonía ætlar að syngja og spila huglúfa tónlist til að koma okkur í jólaskapið. Tilvalið að koma í hlýjuna og slaka á eftir jólaundirbúiningin í góðra vina hópi.
Sörur - marens - brauðterta, jólakaffi og annað gúmmilaði
Allir velkomnir. Kveðja, Rán
24. desember
Gleðileg jól kæru íbúar Djúpavogshrepps!
Djúpavogskirkja: Aðfangadagskvöld kl. 18:00 - aftansöngur í Djúpavogskirkju.
26. desember
Langabúð: Jólabarsvar kl. 22:00. Barinn opinn.
27. desember
Hofskirkja: Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju sunnudaginn 27. des. kl. 14:00.
29. desember
Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 13:00-20:00.
Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350. ATH forsala fyrir áramótagleðina á Hótel Framtíð hefst í dag.
30. desember
Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 13:00-22:00.
Hótel Framtíð: Pizzutilboð kl. 17:30-20:00. 12" pizza með þremur áleggstegundum og gos á kr. 2.350,-
31. desember
Björgunarsveitin Bára: Flugeldasala í Sambúð að Mörk 12, kl. 10:00-14:00.
Áramótabrenna: Kveikt verður í áramótabrennunni í Blánni kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma gangandi til brennunnar. Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi. Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið og fagna því nýja.
Áramótagleði á Hótel Framtíð: Kl. 01:00-04:00. Aldurstakmark 18 ára (dagurinn). Kr. 1.850,- í forsölu (29. og 30. desember). Kr. 2.850,- eftir að forsölu lýkur. Frír drykkur fylgir hverjum keyptum miða.