Dagskrá dagar myrkurs á Djúpavogi


Dagar myrkurs á Djúpavogi verða með breyttu sniði. Nokkrir viðburðir eiga sér fasta tímasetningu og dag en aðrir eru í gangi alla dagana þar sem fólk getur tekið þátt þegar því hentar.
Alla daga myrkurs verður:
Dagar myrkurs hlaðvarpið. Yfir Daga myrkurs verða settir í loftið hlaðvarpsþættir einn af öðrum. Alls konar fólk og alls konar málefni. Fylgist með!
Töfratré í Hálsaskógi á vegum Skógræktafélagsins. Takið vasaljósin með og finnið töfratréð.
Hryllilega smár smáréttamatseðill á Hótel Framtíð
Hrollvekjandi tilboð í Við Voginn
Ljósmyndasamkeppni!
Fimmtudaginn 29.október
17:00 Faðirvorahlaupið
Mæting við upplýsingaskiltin við Teigarhorn. Hlaupið er inn að Rjóðri í anda Stefáns Jónssonar. Endurskinsvesti eru í boði fyrir þátttakendur og verðlaun fyrir þann fyrsta í mark.
Föstudagur 30. október
Búningadagur í þorpinu. Fólk hvatt til að mæta í búning í skólann, vinnuna og þangað sem það fer.
13:30 og 14:00 Skuggaverk í Tankinum
Samstarfsverkefni nemenda "Íslenska fyrir útlendinga" og nemenda Djúpavogsskóla. Verk um Nykur sett upp í skuggamyndum. Sýningar kl. 13:30 og 14.tikerti eða útiljós merkir að húsið viljið heimsókn.
Laugardagur 31. október.
11 - 17 Geislar verslun í Gautavík opin. Dagar myrkurs tilboð laugardag og sunnudag.
16:00 Gönguferð Ferðafélagsins í Helguskúta. Mæting við Hamar kl 16:00. Gengið verður að Helguskúta og sagan um Helgu, sem flúði upp í skútann í Tyrkjaráninu, sögð ásamt fleiri sögum úr nágrenninu. Komið til baka um kl 17:00.
21:00 Kahoot pubquiz - Djúpavogsþema. Online viðburður sem allir geta tekið þátt í. Nánari upplýsingar koma hér inn til að taka þátt.
Sunnudagur 1. nóvember
11 - 17 Geislar verslun í Gautavík opin. Dagar myrkurs tilboð laugardag og sunnudag.
Allra heilagra messu verður streymt af fésbókarsíðu Djúpavogskirkju, hér inni og á hlaðvarpssíðu Djúpivogur.is
18:00
Bílabíó við Vogshúsið. Bíómyndin "Hamingjan býr í hæglætinu" frumsýnd. Mynd um innleiðingu Cittaslow hugmyndafræðinnar í grunn- og leikskóla Djúpavogs.
. . . . . . . . . .
Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf.
Hátíðin verður nú haldin í tuttugasta og fyrsta skipti. Í ár verður lögð áhersla á að nýta tæknina og brydda upp á alls konar nýjungum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu. Við viljum lýsa upp skammdegið og gera okkur dagamun, en munum að sjálfsögðu að fylgja fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda.
Skipulagsnefnd hátíðarinnar hvetur fólk til að skreyta hús og garða með ljósum og gaman væri að setja skreytingar í einn glugga sem snýr út að götu, til dæmis í hrekkjavökustíl.
Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni þar sem fyrsta sætið hreppir 50.000 krónur í verðlaun! Hægt er að senda inn myndir á netfangið dagarmyrkurs@austurbru.is. Við hvetjum ykkur einnig til að nota myllumerkið #dagarmyrkurs fyrir myndir og annað efni sem þið setjið á samfélagsmiðla