Djúpivogur
A A

Dagskrá 17. júní 2012

Dagskrá 17. júní 2012

Dagskrá 17. júní 2012

skrifaði 15.06.2012 - 08:06

Föstudagur 15. júní

Hverfis-PubQuiz í Löngubúðinni. Hefst kl. 21:00 (ath. 18. ára aldurstakmark).

Sunnudagur 17. júní

13:00   Andlitsmálning og fánasala við grunnskólann

14:30   Dagskrá hefst á íþróttavellinum með ávarpi fjallkonu.
   
Hverfakeppnin þar sem keppt verður í ýmsum þrautum þar sem reynir heldur betur á útsjónarsemi, snerpu, úthald og keppnisskap keppenda.
 
 Gefin verða stig fyrir eftirfarandi:
 - Sigur í Pubquizi Löngubúðar að kvöldi 15. júní.
 - Hverfið sem best er skreytt sínum lit.
 - Besta mæting á hátíðarsvæði (íklædd viðeigandi litum að sjálfsögðu)
 - Reiptog
 - Þrautabraut
 - Fótbolti
 - Hæsti meðalaldur keppenda í fótbolta
 - Eiginkvennaburður
 
Í lok dags verða úrslit hverfakeppninnar tilkynnt og afhentur farandbikar.

Ekki er gerð athugasemd ef sveitabæir fara í önnur lið.

Ekki verður sala á veitingum á íþróttavellinum.  Fólk er hvatt  til að koma með sitt eigið nesti að þessu sinni.

Íbúar eru hvattir til þess að flagga íslenska fánanum á þjóðhátíðardegi okkar.

Hjálpumst að við að gera 17. júní að fjölskylduskemmtun fyrir unga jafnt sem aldna !

17. júní nefndin