Djúpivogur
A A

Dagar myrkurs vel heppnaðir og frábær þátttaka!

Dagar myrkurs vel heppnaðir og frábær þátttaka!
Cittaslow

Dagar myrkurs vel heppnaðir og frábær þátttaka!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 06.11.2018 - 14:11

Dögum myrkurs er nú lokið og heppnuðust vel. Fyrirmyndarstemning myndaðist í þorpinu og þátttaka bæjarbúa alveg til fyrirmyndar alla dagana.

Sérstakar þakkir eru sendar þeim sem tóku að sér að halda utan um viðburði á þessum tyllidögum, sem og þátttöku skólanna og fyrirtækja sem gerðu sér dagamun til að gleðja sig og alla hina. Án þessara undirtekta og viðleitni væri lítið um svona daga.

Ljósmyndir frá viðburðum má finna hér inn á síðu Djúpavogshrepps.

Einnig var skemmtilegt innslag um dagana hér í Djúpavogshreppi í Landanum á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld. Innslagið má sjá hér.

Tilkynnt verður um sigurvegara ljósmyndakeppninnar og keppninnar um hræðilegasta húsið á næstu dögum.